Loftslagsmál 3

Loftslagsmál 3

Það er margt sem hægt er að gera til að takast á við loftslagsvandann: • Nota skattkerfið til hins ítrasta til að stýra hegðun neitenda, t.d. lækka skatta á allt sem er visvænt og hækka skatta á brennslu jarðefnaeldsneytis. • Ráðherrar og embættismenn sýni gott fordæmi og aki allir á bifreiðum sem flokkast sem vistvænar. • Byggja innviði fyrir frekari notkun hjóla og tryggja góðar almenningssamgöngur. • Draga úr allri sóun og fylgja fordæmi Frakka sem banna stórmörkuðum að henda vörum.

Points

Og rækta skóg!

Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Afleiðingar loftslagsbreytinga á jörðinni eru alvarlegar. Loftslagsmálin snerta nær alla fleti okkar samfélags.

Styð mest sem er skrifað hérna (þótt ekki að hjóla meira - að hjóla er gott fyrir heilsuna en þýðir að brenna fleiri kalóriur, og matarframleiðsla er sérstaklega skaðleg fyrir umhverfið miðað við græn orkuframleiðsla; maður er líka mun líklegra að meiða sig á hjól á kílometra)

Það er líka hægt að meiða sig á rafbíl og því eru það ekki rök fyrir að hjóla ekki. Varðandi matvælaframleiðsluna þá veldur öll matvælaframleiðsla og önnur framleiðsla sem byggir á afurðum náttúrunnar einhverri röskun á náttúrulegu umhverfi. Lífrænar aðferðir draga hins vegar mjög úr slíkri röskun. Auk þess væri það mjög gott ef við myndið neyta minna kjöt.

Það er munur á "hægt að meiða sig" og "líklegt að meiða sig". Tölfræði er tölfræði - maður er *mun* líklegra að meiða sig (á kílómetra) á hjóli en á bíl. Það er bara raunveruleikinn. Það sem skiptir málí þegar talað er um umhverfisáhrif matarframleiðslu er ekki hvort framleiðslan sé lífræn eða ekki, heldur hvað er að vera framleitt. Korn hefur minnsta áhrif á kaloríu; grænmeti og kjöt hafa mesta áhrif.

Hús ætti að reisa úr timbri en ekki steinsteypu og stáli. Timburhús geymir kolefnið sem bundið er í viðnum svo lengi sem húsið stendur. Við framleiðslu og notkun á steypu og stáli losnar ómælt magn gróðurhúsalofttegunda. Skattkerfið mætti nýta til að ýta undir notkun á timbri. Timbrið ætti í fyllingu tímans eingöngu að koma úr innlendum skógum.

Auknar hjólreiðar og aukin rafbílanotkun þarf að haldast í hendur. Kosturinn við auknar hjólreiðar er ekki bara betri andleg og líkamleg heilsa fólks. Eftir því sem fleiri hjóla því meira rými er á götunum fyrir þá bíla sem ekki verður komist hjá að nota. Eftir því sem fleiri bílar eru á götunum er meiri hætta fyrir hjólandi fólk.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information