Loftslagsmál 2

Loftslagsmál 2

Það er margt sem hægt er að gera til að takast á við loftslagsvandann: • Rýna í fjárlögin með „loftslagsgleraugum“ í anda „kynjaðra fjárlaga“ til að tryggja að hámarksárangur náist. • Efla ræktun á innlendum vörum og ýta undir kaup á vörum úr nærumhverfi. • Veita grænmetisbændum allan þann stuðning sem þarf til að sinna innanlandsmarkaði. • Draga úr framleiðslu og neyslu á kjöti. • Ýta úr vör öllum þeim ágætu tillögum sem Alþingi samþykkti einróma árið 2012 um Eflingu græna hagkerfisins.

Points

Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Að óbreyttu er ekkert annað framundan en náttúruhamfarir af óþekktri stærðargráðu með hrikalegum afleiðingum fyrir líf á jörðinni.

Stýð mest sem skrifað er hérna, og þótt mér finnst gott að styðja bændur, það er ekki alltaf góð hugmynd að reyna að framleiða *allt* hér á landi. T.d., við gætum búið til gróðurhús til að rækta appelsínur hér, en það notar örugglega minna orku bara til að rækta þær í sólarlöndum og senda þær til okkar.

Í orkugeiranum leynast mörg tækifæri til grænnar atvinnusköpunar. Nærtækasta dæmið um slíkt er framleiðsla á grænmeti, ávöxtum og hvers kyns nytjaplöntum í hituðum og upplýstum gróðurhúsum. Framleiðsla af þessu tagi er til þess fallin að spara gjaldeyri og auka fæðuöryggi Íslands, en um leið skapast ný störf og olíuháðir flutningar minnka. Aukin innlend framleiðsla á þessu sviði leiðir jafnframt að öllum líkindum til minnkandi notkunar varnarefna, þar sem slík efni eru mun minna notuð hér.

Ég rækta suðrænar matarplöntur heima hjá mér, og þótt mér finnst ofboðslega gaman, það er alls ekki góð notkun af peningum né orku. Það eyðir mikilli orku að búa til gróðurhús (t.d. ál, gler) miðað hvað maður fær úr húsinu - og enn meira orku að gefa plöntum ljós yfir vetur þegar sólin varla sést. Fáranlega mikilli orku - mér líður illa að gera það. Ég get ekki mælt með því fyrir alla.

Og rækta skóg

"Efla ræktun á innlendum vörum og ýta undir kaup á vörum úr nærumhverfi. • Veita grænmetisbændum allan þann stuðning sem þarf til að sinna innanlandsmarkaði. • Draga úr framleiðslu og neyslu á kjöti." Gott mál. Framleiða sem mest innanlands af því sem við þurfum, það er óþarfi að láta matinn ferðast langar leiðir til okkar þegar hægt er að rækta hann í nærumhverfinu.

Eitt mikilvægasta vopn græna hagkerfisins í heiminum er aukin notkun á skógarafurðum til ýmissar framleiðslu. Allt sem búið er til úr jarðolíu nú má búa til úr trjám s.s. eldsneyti, plast, kemísk efni og fleira en líka lyf, dýrafóður og efni til matargerðar. Í þriðja heiminum stuðlar skógrækt að jafnrétti kynjanna með því að gera aðgang að eldiviði auðveldari og bæta vatnsbúskap. Á Íslandi myndi skógrækt stuðla að því að ýmiss konar hráefni fengist innan lands í stað innflutnings.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information