Innflutningur gæludýra

Innflutningur gæludýra

Vil að nýtt þing taki strax fyrir og breyti lögum um innflutning gæludýra þannig að dýr sem hafa dýravegabréf í Evrópu geti verið flutt til landsins án þess að fara í einangrun sem er ómannúðleg meðferð á gæludýrum og dýraeigendur afar kostnaðarsöm. Þessu er hægt að breyta á einum degi, þarf ekki í einhverja nefnd allar staðreyndir liggja nú þegar fyrir þ.e. engin hætta er á innflutningi dýra sem eru með evrópskt dýravegabréf.

Points

Evrópskt dýravegabréf á að nægja

Vegna einangrunar er íslensk náttúra viðkvæm fyrir allskyns sjúkdómum sem koma með dýrum sem eru innflutt hingað og ég er því hlynntur því kerfi sem er hér og tel óráðlegt að hætta því.

Það er ekki endilega öruggt að flytja dýr frá öðrum löndum þó þau séu með allar vottanir frá viðkomandi löndum. Ísland er eyja með sérstakt, viðkvæmt og frekar einangrað vistkerfi. Það þarf að vera meiri varúð við innflutning á plöntum, dýrum og jarðvegi, svo eitthvað sé nefnt, en viðhaft er í dag. Það getur verið of seint að bregðast við ef í ljós kemur að vistkerfið hér ræður ekki við sjúkdóma eða meindýr sem fylgja með innflutningnum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information