Rusl- og enduvinnslumál

Rusl- og enduvinnslumál

Jörðin er að drukkna í rusli. Árið 2015 féllu til 850.147 tonn af úrgangi á öllu Íslandi, þar af aðeins 16,2% voru flutt úr landi til endurvinnslu. Samstillt, ýtarlegt flokkunarkerfi yfir allt landið er eina lausnin. Kennslumyndbönd (á borð við umferðarmyndböndin) um flokkun ættu að vera sýnileg í sjónvörpum landsmanna. Banna ætti plast tafarlaust.🌳

Points

Plast eyðist ekki í náttúrunni, heldur brotnar það niður í minni og minni hluta sem menga haf og land.

Það þarf fyrst og fremst að minnka notkun á plasti eins og mögulegt er (það er hægt). Það eina sem að ersamt í raun umhverfisvænt er að hluturinn verði aldrei til hvort að það er plastpoki eða annað en það hentar auðvitað ekki kapitalismanum, hann gengur nefnilega út á neyslu. Við getum byrjað á því að hætta alveg að gefa eða selja plastpoka í verslunum eins og gert hefur verið í Frakklandi og jafnvel í löndum Afríku. Við eigum að vera stolt af því og allir geta lagað sig að þessu.

Það er falleg hugmynd að banna plast, en óraunhæf. Fyrstu skrefin eru að minnka plast notkun eins og við getum, og ekki henda plasti í náttúrunni. Nota poka úr endurunnu bréfi og efni T.d. Síðan þarf að finna lausn á eyðingu á plasti sem mengar ekki. Það hljóta að vera til lausnir sem við verðum að finna.

Banna *plast*? Þú verður að vera að grínast. Hvernig ertu skrifa þetta ef ekki á lyklaborði úr plasti? Við verðum aldrei laus við plast. En það þýður ekki að við getum ekki endurvinnslað betur! :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information