Burt með allar tekjutengingar á aldraða!

Burt með allar tekjutengingar á aldraða!

Um síðustu áramót lækkaði frítekjumark á aldraða sem njóta eftirlauna frá almannatryggingum úr 109.000 kr. niður í 25.000 kr. Þar með er flestum öldruðum haldið í fátæktargildru og þeim allar bjargir bannaðar til að lifa mannsæmandi lífi. Því tekjur sem þeir fá annarsstaðar frá skerða eftirlaunin frá almannatryggingum, hvort sem það eru greiðslur úr lífeyrissjóði þeirra eða tekjur af atvinnuþátttöku. Aldraðir greiða tekjuskatt eins og aðrir. Er það ekki nóg? Lögum þetta strax!

Points

Ég hef aðeins hitt EINN einstakling sem ver þetta.Sá hinn sami þyggur á þriðju milljón í laun frá ríkinu!

Er fólk virkilega að segja að fólk með engar aðrar tekjur en greiðslur frá TR, eigi ekki að fá neytt meira frá hinu opinbera en þeir sem eru jafnvel með umtalsverðar tekjur annars staðar frá?

Ég skora á þá sem munu mynda næstu ríkistjórn að hafa það að markmiði á 1 ári nýs kjörtímabils að fella niður tekjutengingar aldraðra sem hafa 500 þúsund á mánuði eða minna. Ef þetta verður ekki gert þá mun þeir sem næyja ræikistjórnin halda áfram að halda okkur í fátæktargildru eins og við erum í nú.

Finnst sjálfsagt að tengja saman hreina eign og atvinnutekjur þannig að eignalitlir séu undanþegnir tekjuskatt frekar en þeir sem eiga fyrir miklar eignir. Fólk getur lent í áföllum og þurft að vinna lengur til að mæta þeim, því fólki á ekki að refsa og sjálfsagt að gefa því forskot með td hærra frítekjumarki en öðrum.

Aldraðir eiga að njóta sama réttar til að afla sér lísviðurværis og annað fólk. Þar nægir að vísa til jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.

Sigurður Viktor Úlfarsson. Þú ert að vaða í villu. Þð er ekkert hér sem segir að grunnlífeyririnn eigi ekki að hækka. Það þarf að hækka grunnlífeyrinn svo fólk sem hefur engar aðrar tekjur geti lifað á honum. Eins þarf að hækka persónuafsláttinn; veruleg kjarbót fyrir eftirlaunafólk á strípuðum eftirlaunum almannatrygginga og annað láglaunafólk. Ef persónuafslátturinn hefði tengst launavísitölu frá 1989, en ekki lánskjaravísitölu, þá væru skattleysismörkin í dag rúmar 260 þúsund en ekki 142 þ.

Sjá pistil Hörpu Njálsdóttur: "Eignaupptaka ríkisins ..." Vísir, 28.9. 2017

Engan veginn verjandi að skattleggja lífeyrisþega meira en annað launafólk

Við eigum að taka þessa lækkun til baka. Lögum þetta strax.

Það er ekki verjsndi að leggja 82% tekjuskatt á tekjur lífeyrisþega á bilinu 25,000 til 530,000

Það er mikilvægt að fólk á efri árum geti lifað með reisn og því ætti að draga þessa lækkun tilbaka strax. Fólk sem búið er að skila sínu dagsverki á ekki að þurfa að líða skort í jafn ríku landi og Ísland er. Lögum þetta því strax!!!

Það er ágæt byrjun að hækka frítekjumark atvinnutekna í hundrað þúsund á mánuði, en það kemur litlum hluta aldraðra til góða. Ekki síður þyrfti þetta frítekjumark að ná til lífeyrissjóðstekna, því þeir sem hafa lágar tekjur úr lífeyrissjoði þola þessa skerðingar alls ekki. Enginn stjórnmálaflokkur virðist hafa þetta á sinni stefnuskrá.

Óverjandi að taka krónu á móti krónu

Ef þetta reynslu mikla og góða fólk sem byggði upp landið okkar og þróaði þjóðina okkar kemst út á vinnumarkaðinn gerist eftirfarandi: Þau borga hreinskilinn tekjuskatt og halda áfram að gefa af sér til þjóðarinnar, þau komast í félagsleg tengsl við almening á vinnumarkaði, heilsa þeirra eflist ef þau eru virkari og hafa einhvað sér fyrir stafni, Þau komast í betri samskipti við fólk, hreyfa sig meira, verða metnaðargjarnari... það er bara allt gott við það að fá þau út á vinnu markaðinn

Það er ósvinna að halda öldruðu fólki í fátæktargildru sem hefur skilað sínu til samfélagsins og gera ævikvöldið að kvíðvænlegu hlutskipti.

Í mínum huga eru það brot á mannréttindum að skerða laun okkar eldri borgara - vegna annarra tekna og það sama á við um öryrkja - tökum upp Borgaralaun fyrir allt að fólk sem fær í dag greiðslur frá samfélaginu - Borgaralaun eru framfærsla án skylyrða

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði fram fyrirspurn um kostnað við að gera þetta, og er svarið hér: http://www.althingi.is/altext/146/s/0361.html Í stuttu máli kostar það einungis um 2,5 milljarða á ári að hætta alfarið að skerða ellilífeyri á grundvelli atvinnutekna. Ekki nóg með það, heldur myndi það LÍKA einfalda kerfið. Við höfum efni á þessu og það er ekki hægt að skýla sér á bakvið að þetta sé ríkissjóði ofviða, því svo er ekki.

Það er fáránlegt að hafna með svo ruddalegum ákvæðum vinnuframlagi eldri borgara sem geta og vilja vinna í samfélagi sem skortir vinnandi hendur

Ég sé engin rök á móti, vill einhver fræða mig um þau ? Ef fólk hefði launatekjur fer strax 40% Í Skatt, við yrðum kát að geta verslað meira, hollan mat jólagjafir fyrir barnabörnin og þá borga virðisaukaskatt. Þá er ríkið komið með ca. 65% til baka í kassan, við verðum hressari, kaupa betri mat, komast í frí í sólina laga gigtina, andleg heilsa betri og þar með líkamleg heilsa, minna álag á sjúkrastofnanir. Lengur heima betri heilsa.😄

Lífeyrir er lífeyrir.

Ég treysti Sjálfstæðisflokknum best að hækka aftur frítekjumarkið án skerðingar í 100 - 150.000 ef þeir komast til valda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information