Framhaldsskóli fyrir alla

Framhaldsskóli fyrir alla

Ungt fólk sem er komið yfir 20 ára geti með léttum leik klárað stúdentspróf

Points

Fullt af fólki sem veður í villu og svima eftir unglingsárin sem skráir sig í framhaldsnám án þess að hafa þroska til. Mikið stökk er á milli grunnskóla og framhaldsskóla og áherslurnar eru allt aðrar. Fyrir marga er þetta áfall og þau gefast upp. Koma til móts við fólk þegar það telur sig vera tilbúið eða hleypa því inn í Háskólann sökum aldurs. Ekki beisla fólk við fortíð þess og gefa því tækifæri til þess að ljúka við námið sitt án þess að þurfa að vinna 100% vinnu með námi.

Ein leið til að auðvelda ungu fólki eldra en 20 ára að sækja sér menntun gæti verið nokkurs konar umbun á vinnustað. Þ.e. ef þú vinnur á leikskóla, frístundarheimili eða grunnskóla þá gætirðu sótt hlutanám með vinnu á launum. Þannig er hægara að manna í ófaglærð hlutastörf í skólakerfinu og allir græða.

Komið verði upp fleiri stuttum námsbrautum (1ár) fyrir ungt fólk sem veita þjálfun fyrir ákveðin störf. T.d. fyrir störf í ferðamennsku með áherslu á þjónustu, hreinlæti, fræðslu um Ísland og menningu. Braut fyrir öldrunarþjónustu þar sem nemendur færu á vettvang og lærðu störfin auk þess að læra um heilsu og menningu eldri borgara. Stuðningsfulltrúar, skólaliðar, frístundastarfsfólk, barþjónar, gengilbeinur, bílstjórar .. Einingabært nám sem hægt er að bæta við og auka réttindi sín eða stúdpr

Komið verði á sveigjanleika í námskrá þeirra sem hafa verið partur af atvinnulífinu árum saman en eru að sækja sér starfsréttindi meðfram vinnu. Fullorðnir námsmenn þurfi t.d. ekki að sitja í lífsleiknitímum með unglingum, eða taka íþróttatíma. Oft eru vinnandi menn að "klikka" á svona fögum.

Menntun er það mikilvæg fyrir þjóðfélagið að það er ekki forsvaranlegt að hindra fullorðið fólk í að afla sér menntunar sem það af einhverjum ástæðum kláraði ekki á hefðbundnum tíma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information