Ekki fleiri mengandi stóriðjur

Ekki fleiri mengandi stóriðjur

Lagaumgjörðin á Íslandi verndar ekki íbúa og umhverfið á sama hátt og hún verndar stóriðjuna.

Points

Lagaumgjörðin á Íslandi verndar ekki íbúa og umhverfið á sama hátt og hún verndar stóriðjuna. Í Reykjanesbæ hafa íbúar þurft að búa við mengun frá kísilveri og verksmiðjan hefur spúað mengun yfir heimili fólks, skóla og fjóra leikskóla með yfir 800 börnum síðastliðna níu mánuði.Bæjarráð og Umhverfisstofnun svara ekki kvörtunum frá íbúum eða beiðni um að leggja niður starfsemina, en er í staðinn að þrýsta á frekari áform um að opna ennþá stærri kísilmálmverksmiðju (Thorsil) .

Með eflingu og verndun borgararéttinda þ.e.a.s allir hafa rétt á að anda að sér fersku og hreinu lofti. Að vernda hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri.

Kísilver koma til með að brenna mörg hundruð þúsund tonnum af kolum, tréflísum og Kvartsi með tilheyrandi mengun og kolariki.

Enginn er saklaus - ég t.d. er að skrifa þetta á tölvu úr áli með CPU úr kísli. Við notum framleiðslu stóriðju og þannig eigum ekki að vera hræsnarar með því að banna almennt stóriðju. EN, eins og staðan er núna, við greinilega kunnum ekki að framfylgja reglur á þeim; þær ná að menga og flytja vöxtinn úr landi, og í flestum tilvikjum án afleiðinga. Lærum að *stjórna* stóriðju áður en við samþykkjum fleiri. Og hættum að veita leyfi fyrir iðju sem brennur fast efni fyrir hita, það er fáranlegt.

Áætlað er að Kísilver PCC á Bakka við Húsavík - brenni 66.000 tonnum - sextíu og sexþúsund tonnum að kolum á ári - auk annars eldneytis

Ísland er land tækifæra og það er alveg furðulegt að yfirvöld skuli enn þá vera að troða stóriðju upp á fólkið í landinu þegar það er gnægð tækifæra sem byggja á framtaki einstaklinga. Ísland á bara ekki að vera land fyrir stóriðju af tveimur ástæðum. Önnur er "af því bara" og að við viljum hana ekki eins og hvert annað val og hin er að hún hentar ekki þeirri ímynd sem hentar okkur að byggja svo margt annað á.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information