Endurheimt votlendis

Endurheimt votlendis

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er um 16,5 milljónir tonna. Um 70% af þeirri losun eða 11,5 milljónir tonna koma frá framræstu votlendi og einungis 15% af öllu framræstu landi á Íslandi eru nýtt til landbúnaðar.

Points

Lítil áhersla er hjá stjórnvöldum á endurheimt votlendis því losun úr framræstu votlendi fellur ekki undir skuldbindingar ríkja gagnvart Loftlagssamningi Sameinuðu þjóðanna. Því fer það litla fjármagn sem sett er í loftslagsbaráttuna í að draga úr þeim 30% sem falla undir Loftslagssamninginn. Auðvelt er að ná fljótlega miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að endurheimta votlendið.

Við getum gert betur en að fylgja einungis því sem fer undir Loftslagssamninginn. Því ætti endurheimt votlendis að vera í eldlínunni strax.

Nauðsynlegt er að endurheimta votlendi eftir föngum. Ná þarf utan um hversu mikið land er tiltækt til bleytingar. Koma þarf á vöktunarkerfi sem mælir og sýnir ávinninginn sambærilegt við Íslenska skógarúttekt sem mælir kolefnisbindingu skóglendis á Íslandi og sendir Loftslagssamningi SÞ. Þar sem landeigendur eru ekki tilbúnir til að láta framræst land sitt til bleytingar ætti að bjóða þeim að rækta í staðinn skóg, til dæmis iðnviðarskóg sem getur fóðrað stóriðjuna í stað innflutts timburs.

Endurheimting votlendis er stórmerkilegt og svo miklu meira heldur en endurheimting nokkura fugla eins margir halda að málið snúist um. Einungis ótrúlega lítill hluti jarðarinnar er votlendi sem spilar samt mjög stóra rullu. Við gætum vakið athygli heimsins með því að taka þessum málum tak. Spyrjið bara næsta líffræðing um hvað málið snýst.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information