Starfsgetumat fyrir öryrkja með skerta starfsorku

Starfsgetumat fyrir öryrkja með skerta starfsorku

Hjálpa öryrkjum að fá vinnu sem hentar vel viðkomandi

Points

Margir öryrkjar vilja vinna en kerfið eins og það er í dag heldur fólki beinlínis frá því. Það er ekkert sjálfgefið að fólk með skerta starfsorku fari að vinna þegar það getur. Fá hlutastörf eru í boði, almennt skilningsleysi og fordómar eru ennþá ríkjandi. Tryggingastofnun þyrfti að vera með samninga við fjölda fyrirtækja og stofnana sem vilja taka fólk sem lent hefur á örorku hvort sem það er með skerta- starfsorku eða búið að ná sér þannig að það getur unnið 100% vinnu. Eftirfylgni þarf.

Það er rétt að fólk við vinna í samræmi við getu og áhuga. Starfsgetumat er EKKI rétta tækið. Ef hinir háu herrar heimta að fólk fari "út að vinna" verður að vera atvinnutækifæri fyrir alla. Hvort heldur líkamlega skerta, með heilabilun eða einungis að heilinn starfi á annan hátt en hjá meirihluta mannkyns. (Einhverf) Hættan við starfsgetumat er að hópur fólks sem atvinnulífið hafnar, fái ekki bætur af því það "getur" unnið. Í dag á þessi hópur rétt á að fá örorkubætur greiddar.

Starfsgetumat er biluð leið og hefur ekki hagsmuni öryrkja að leiðarljósi heldur sparnað fyrir ríkið. Matið hendir hálfvinnufærum á atvinnuleysisbætur og þaðan yfir á sveitarfélög. Í Bretlandi má rekja 13.þúsund sjálfsvíg til starfsgetumats. Segir allt sem segja þarf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information