Betri ríkisstjórn

Betri ríkisstjórn

Við þurfum að kjósa okkur þingmenn og flokka sem standa við orð sín og mynda að kosningum loknum ríkisstjórn sem hefur jöfunð, mannréttindi og umhverfisvernd að leiðarljósi.

Points

Það að fela gráðugum hægrisinnum völdin yfir okkar sameiginlegu málum er engu betra en að fela úlfum að gæta sauðahjarðar.

Það er löngu orðið tímabært að alþingismenn og ráðherrar fari að skilja að þessi embættisstörf eru þjónustustörf við almenning. Þjóðin er yfirmaður þeirra!

Nýja Ísland rís aldrei úr öskunni fyrr en þingmenn setja almanna og náttúruhag í fyrirrúm.

Nýju stjórnarskráa í stað gömlu. Það er góð byrjun. Umhverfisvernd verður að vera öflug. Að ríkið borgi sóðaskatta árlega vegna aðgerðarleysis hér heima fyrir er ekki boðlegt. Jöfnuður og mannréttindi er það sem ný stjórn þarf að hlúa að .

Einungis mögulegt ef allir með kosningarétt, geri sér grein fyrir að það er skylda að kjósa (vilji maður lifa í lýðræðisríki) og "kjósi rétt" Að sitja heima hjálpar engum.

Í fullkomnum heimi væri það brottrekstrarsök að standa ekki við kostningaloforð. Þ.e. ef ríkisstjórn stendur ekki við það sem hún lofar, á hún að fara frá völdum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information