Afnám verðtryggingar

Afnám verðtryggingar

Verðtrygging er mesti einstaki dragbítur á eðlilega þróun vaxta og fjármála heimilanna almennt. Rétt er að farið sé að tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna um afnám verðtryggingar. Samtökin hafa kannað áhrif verðtryggingar á fjármál heimilanna en mikill hluti landsmanna hefur fundið á eigin skinni hvernig það er að verða fyrir stökkbreytingu skulda þegar ríki og/eða fjármálastofnanir klúðra í fjármálum landsmanna og verðbólgan fer í hæstu hæðir. sjá https://tinyurl.com/yacp246k

Points

„Íslensk heimili eru líklegri til að lenda í neikvæðri eiginfjárstöðu samanborið við heimili í mörgum öðrum löndum vegna eiginleika íslenskra fasteignaveðlána. Fyrst og fremst vegna mikillar útbreiðslu verðtryggingar miðað við vísitölu neysluverðs eða gengi erlendra gjaldmiðla, sem gerir heimilin berskjölduð fyrir gengis- og verðbólguáhættu.“ Heimild: Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Rannsóknarritgerð nr. 59 - Staða íslenskra heimila í kjölfar bankahrunsins (Seðlabanki Íslands 2012)

Á þessari vefsíðu má sjá samanburð á ýmsum lánamöguleikum: http://herborg.is/ Ef vel er að gáð sést hver árleg hlutfallstala kostnaðar er á lánunum. Það er samanburðarhæft því aðeins að maður áætli ca. 5% verðbólgu enda er það ágætt meðaltal undanfarinna 25 ára eða svo. Hérlendis hafa ekki enn liðið 10 ár án þess að verðbólga hafi farið yfir 5% einhvert árið og stundum hefur hún farið yfir 20%. Meðaltalsverðbólga síðan 1940 ára er um 15%

Stæðsta eignarupptaka í hruninu varð þegar húsnæðislán stökkbreyttust vegna áhrifa verðtryggingar. Lánastofnanir með belti og axlabönd sem tryggir þá í bak og fyrir en þeir sem fá lánað bera alla áhættuna. Burtu með verðtryggingu af íbúðalánum.

Verðtrygging útlána veldur útþenslu peningamagns í umferð og eykur þannig verðbólgu: https://arxiv.org/abs/1302.4112 Sé leiðrétt fyrir þessum áhrifum verðtryggingar á útþenslu peningamagns í umferð kemur í ljós að um helmingur allrar verðbólgu frá 1995 er beinlínis vegna verðtryggingar. Þess vegna er nauðsynlegt að afnema verðtryggingu, til að draga úr verðbólgu.

Stundum er því haldið fram að afnám verðtryggingar sé erfitt, flókið, óyfirstíganlegt verkefni. Slíkar fullyrðingar standast þó enga skoðun. Verðtrygging var heimiluð með "pennastriki" en þá heimild má afnema á sama hátt. Það var til dæmis gert við verðtryggingu miðað við gengisvísitölur árið 2001 og hlutabréfavísitölur árið 2016. Hér er stutt og laggott frumvarp sem myndi afnema verðtryggingu lána til neytenda með öllu ef það yrði samþykkt sem lög: http://www.althingi.is/altext/147/s/0021.html

Framsóknarmenn lögðu fram þingsályktun á síðasta og þar síðasta þingi um afnám verðtryggingar sem aðrir flokkar hafa staðið gegn. Kjósum Framsókn XB og klárum málið.

Við þurfum að tengja krónuna við stöðgan erlendan gjaldmiðil - þá er ég með evruna í huga - þá mun verðtryggingin verða óþörf og vaxtastigið verða lægra - ég er hlynt inngöngu í ESB þó sú umræða sé ekki í gangi akkúrat núna

Með verðtryggingu er allri áhættu af þróun verðlags og gengi gjaldmiðilsins velt einhliða yfir á lánþega. Þetta er hvergi annarstaðar gert. Ég vísa annars í grein Ólafs Margeirssonar um þetta efni https://tinyurl.com/yacp246k

„...Annar veigamikill (og illviðráðanlegri) eiginleiki sem aðgreinir íslensk heimili frá heimilum í mörgum öðrum þróuðum löndum er samsetning skulda þeirra. Meirihluti fasteignaveðlána er verðtryggður miðað við vísitölu neysluverðs...“ Heimild: Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Rannsóknarritgerð nr. 59 - Staða íslenskra heimila í kjölfar bankahrunsins (Seðlabanki Íslands 2012) https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2013/01/30/Fjarhagsstada-heimila-a-Islandi/

Það er ekki víst að brottfall verðtryggingar sé svarið því að lánadrottnar munu alltaf hækka vexti í samræmi við verðbólguna og þar af leiðandi munu lánþegar alltaf borga brúsann. Ég held að nær væri að dreyfa áhættunni af verðbólgu jafnt milli lánþega og lántaka og með því móti fá öflugan samherja í baráttunni gegn verðbólgu. Verðbólgan er hinn raunverulegi klafi sem ráða þarf bót á.

Verðtryggingin var ekki orsök hrunsins. Það er að vísu rétt að í skjóli verðtryggingarinnar líðast hér enn hærri dulbúnir vextir en ella væri raunin, en það er engin lausn að banna hana með lögum, þá verður það bara alveg útilokað fyrir ungt fólk að borga af húsnæðislánun. En það þarf vissulega að auðvelda lántakendum að breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð, þegar þeir hafa ráð á, án þess að það kosti aukalega.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information