"Spilltir" dómstólar? Klíkur og frændsemi?

"Spilltir" dómstólar? Klíkur og frændsemi?

Hvernig verður best komið eftirliti með íslenskum dómurum, hagsmunum þeirra og tengslum? Hver fylgist með fjármálum þeirra og eignastöðu? Er það kannski í höndum þeirra sjálfra?

Points

Það er marg komið fram að hagsmunatengsl dómara hafa reynst þannig að þeir eru vanhæfir til starfa! En er ekki bara sýnilegur toppurinn á "ísjakanum"? Hver fyrlgist með eignum dómara? Gefur ríkisskattstjóri opinberum eftirlitsaðila skýrslur um eignir og fjármál íslenskra dómara ár hvert? Hver er þá sá aðili og hvernig var hann valinn?

Hagsmunatengsl eru ekki eina vandamálið heldur gerist það allt of oft að dómarar hreinlega brjóta gegn stjórnarskránni í verkum sínum. Þess vegna þarf að bera kennsl á eða koma á fót embætti sem er þess megnugt að framfylgja 130. gr. almennra hegningarlaga sem gerir ranglæti við meðferð dómsvalds refsivert með allt að 6 ára fangelsi og allt að 16 árum hafi það í för með sér velferðarmissi fyrir brotaþola.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information