Bætum kjör aldraðra

Bætum kjör aldraðra

Nú er að myndast jafnvægi í fólksfjöldadreifingu milli yngri og eldri Íslendinga og vegna þess verðum við að byggja upp lífeyriskerfi sem virkar fyrir núverandi aldurssamsetningu samfélagsins. Búsetuúrræði fyrir aldraða þarf að bæta og starfslok þurfa að vera sveigjanlegri en nú er.

Points

Allir eiga rétt á að lifa mannsæmandi lífi og að halda virðingu sinni. Yngra fólk verður að átta sig á að lífeyrissjóðskerfið bíður þeirra líka en er ekki bara "vandamál" ömmu og afa. Lögum gallað kerfi strax.

Samfélagið verður að horfast í augu við húsnæðisþörf aldraðra - hentugar litlar íbúðir og notaleg dvalar og hjúkrunarheimili - NPA þarf að vera valkostur fyrir eldra fólk svo það geti haldið reysn sinni og persónueinkennum sem allra lengst - ég vil geta ráðið meiru um mitt daglega líf - þó ég þurfi aðstoð

Þeir sem ruddu brautina eiga virðinu skilið með því að lifa mannsæmandi lífi og áhyggjulausu ævikvöldi. Leiðréttum skerðingar ellilífeyrisþega.

Kjör aldraðra á Íslandi eru mjög mismunandi. Það þarf sérstaklega að bæta kjör þeirra sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð og þeirra sem ekki eiga sitt eigið húsnæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information