Styttri vinnuvika

Styttri vinnuvika

Breyta skal lögbundinni vinnuviku úr 40 tímum í 35 tíma. Að tveimur árum liðnum skuli áhrifin af þeirri breytingu metin og ákvörðun tekin um framhaldið. Lækaðu og deildu ef þú ert sammála.

Points

Meiri tími fyrir fjölskylduna, vini og nágranna. Að stytta tímann í launaðri vinnu hvetur okkur til þess að eyða þeim mun meiri tíma með hvert öðru, að hlúa að hvert öðru - foreldrum okkar, börnunum, vinum og nágrönnum - einnig að meta og styrkja betur öll þau sambönd sem gera líf okkar innihaldsríkari, einnig að byggja upp sterkara samfélag.

Nýlegar rannsóknir benda til þess að styttri vinnuvika leiði til aukinnar framleiðni sem og bættri heilsu fólks á vinnumarkaðinum. Þetta skiptir gríðarlegu máli í samhengi við þá aukningu örorku við erum að sjá á Íslandi vegna þess að fólk er að bugast undir álagi á vinnumarkaði. Að stytta vinnuvikuna væri leið til að auka öryggi og vellíðan á vinnumarkaði og á sama tíma auka framleiðni. Semsagt, allir græða.

Stytting vinnuvikunar er nauðsynleg og mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið - framundan eru tímar þar sem tæknin mun taka yfir fleiri og fleiri störf - því er nauðsynlegt að bregðast við og þar er stytting vinnuviku fyrsta skrefið

Innihaldsríkari efri ár Styttri og sveigjanlegri vinnuvika, gæti orðið til þess að hin veigamikla breyting, að hætta vinna, verði ekki eins afgerandi og því mýkri breyting, þar sem hún dreifist yfir lengra tímabil. Fólk gæti dregið úr vinnuframlagi sínu jafnt og þétt á löngu tímabili. Að hætta snögglega að vinna getur verið stressandi aðgerð sem getur birst í áfallastreituröskun sem oft framkallar ýmis veikindi og jafnvel ótímabæran dauða. Förum mýkri leiðina í lífinu.

Að stytta vinnudaginn þýðir: Sterkarar lýðræði þar sem við hefðum meiri tíma til að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum, að leita uppi hvað er að gerast í kringum okkur, vera virkir þátttakendur í stjórnmálum, bæði innanlands og erlendis, spyrja spurninga og fara sjálf í framboð :) https://www.positive.news/2017/economics/26638/10-arguments-shorter-working-week/

Þurfum meiri tíma með börnunum okkar og til þess að sinna ýmsum áhugamálum sem veitir heilsubót.

Gamla "sanngjarna" skiptingin á tíma fólks í 8/8/8 er ekkert sanngjörn. Hún gengur út frá því að þeir átta klukkutímar þar sem fólk hefur mesta orku fari í vinnu en þeir átta tímar sem eiga að fara í fjölskyldu, tómstundir, vini og annað er þegar við erum búin eftir vinnu.

Með styttri vinnuviku bætum við svo margt. Meiri framleiðni, betri líðan, minna um að fólk gefist upp í starfi vegna álags, styttri dvalartími barnanna okkar í leikskóla, fjölskylduvænna samfélag o.fl.

Samræma þarf betur atvinnulífið og heimilislíf. Frítíminn er mikilvægur og er því miður á miklu undanhaldi.

Minna atvinnuleysi. Vinnustundum hefur að meðaltali fjölgað mikið en þeim er ójafnt dreift í hagkerfinu - á meðan við erum með fólk sem vinnur langa vinnudaga, dag og nótt, erum við einnig með fólk sem finnur bara alls enga vinnu. Styttri vinnuvika myndi bæta dreifingu á launaðri og ólaunaðri vinnu jafnt þvert yfir alla heildina.

https://www.positive.news/2017/economics/26638/10-arguments-shorter-working-week/

Betra starfsfólk Þau sem vinna minna hafa tilhneigingu til að vera afkastameiri á hvern klukkutíma, heldur en þau sem eru að vinna 40 stunda vinnuviku. Þau verða síður veik eða fjarverandi og leiða af sér stöðugra og einbeittara vinnuafl.

Innihaldsríkari og viðráðanlegri dagvistun barna. Um leið og dregið er úr kostnaði, mun styttri vinnuvika gefa foreldrum möguleika á að eyða meiri tíma með börnunum sínum. Þetta tækifæri sem nýtist í m.a. ýmsar tómstundir, alls konar upplifun og gagnvæmri lærdómsreynslu gagnast bæði foreldrum sem og börnum þeirra. 2/2

Aukið jafnræði á milli karla og kvenna! Konur eyða, eins og er, meiri tíma en karlar við að sinna ólaunuðum störfum. Það að stefna að styttri vinnuviku sem ,,hefðbundið'' vinnuform, myndi hjálpa til við að breyta viðhorfum okkar gagnvart hlutverkum kynjanna, þar sem það myndi stuðla að betra jafnvægi á verkefnaskiptingu milli launaðra og ólaunaðra verkefna, sem og að styðja við endurmat á svokölluðum ,,kvennastörfum''.

Öflugra hagkerfi. Ef gert skynsamlega, þá myndi þróun til styttri vinnuviku bæta félaglegt og efnahagslegt jafnræði sem mynd þá minnka þörfina fyrir skulda drifin hagvöxt. Lykilþættir öflugs hagkerfis. Það myndi líka styrkja samkeppnistöðuna, Holland og Þýskaland eru með styttri vinnuviku en Bretland og Bandaríkin, samt eru hagkerfi þeirra jafn öflug eða öflugri.

Bætt vellíðan! Ef allir fá aukin frítíma, til að nýta að eigin ósk, þá myndi það draga stórkostlega úr álagi og stressi og bæta á heildina litið vellíðan hvers og eins, sem og að bæta bæði geð- og líkamlegt heilbrigði. Styttri vinnuvika hjálpar okkur öllum að fara frá núverandi stöðu, að lifa til að vinna, að vinna fyrir tekjum og að eyða tekjum í neyslu. Myndi þetta stuðla að því að við stunduðum frekari íhugun og hugleiðingu sem og að meta betur það sem skiptir okkur raunverulega máli í lífinu

Innihaldsríkari og viðráðanlegri dagvistun barna. Þörfin fyrir langri dagvistun barna í leik- og grunnskóla er í beinu framhaldi af þeirri menningu að við þurfum að vinna lengi, þetta er kerfi sem er löngu farið úr böndunum. Styttri vinnuvika myndi gera foreldrum kleift að skipuleggja tíma sinn, ásamt því að draga úr kostnaði vegna langrar viðveru í leikskólum og á frístundaheimilium. 1/2

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information