Einföldum framfærslukerfið

Einföldum framfærslukerfið

Einföldum og straumlínulögum öll framfærslukerfi ríkisins svo að réttindi allra borgara til lágmarksframfærslu og tækifæra séu virt með skilvirkum hætti. Viðmót þjónustustofnana miðist við þarfir notandans; ferlið sé einfaldað, komið í veg fyrir tvíverknað og eyðublaðaburð á milli stofnana. Leitast skal við að samræma félagsbætur, atvinnuleysisbætur, örorkubætur, barnabætur, fæðingarorlof, námslán og önnur stuðningskerfi hins opinbera.

Points

Eins og staðan er í dag er kerfið flókið, dýrt og ómannúðlegt. Ósjaldan gefst fólk upp á baráttu sinni við kerfið og upplifir sig sem bagga á samfélaginu. Mín skoðun er sú að ef fólk upplifir sig sem þáttakanda, þrátt fyrir stuðning, eflist það og færi samfélagi okkar mikinn auð.

Borgaralaun eru góð hugmynd fyrir þau stuðningskerfi hins opinbera sem hér eru nefnd - nauðsynlegt að framkvæma kostnaðarmat fyrir slíkar breytingar - hafa ber í huga að mikill kostnaður liggur í utanumhald þeirra kerfa sem notuð eru í dag - þau eru líka afar fyrirhafnasöm og óhentug fyrir notendur - pappírsvinna gríðarleg og önnur fyrirhöfn.

Þarna kemur hugmyndin um Borgaralaunin sterkt inn - mikil einföldum og mun ódýrara utanumhald - einfalt í notkunn fyrir þau sem fá greiddar bætur/samfélagslaun

Kerfið er líka fátækragildra og oft á tíðum festir fólk varanlega sem bótaþega í staðin fyrir að styðja við og létta undir þeim sem á því þurfa að halda til að þeir komist aftur virkir út í atvinnulífið. Þeir sem hins vegar ekki eiga möguleika á því ættu að fá mannsæmandi framfærslu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information