Stofnum þjóðgarð á miðhálendinu

Stofnum þjóðgarð á miðhálendinu

Hálendisþjóðgarður - Verndum viðkvæma náttúru miðhálendisins. Miðhálendið er ein dýrmætasta perla landsins. Þar má finna eldfjöll, jökla, vatnsmiklar ár og fossa, litrík háhitasvæði, víðfeðm hraun og svartar sandauðnir sem kallast á við viðkvæmar gróðurvinjar. Saman mynda þessi náttúrufyrirbæri stórbrotnar landslagsheildir á einum stærstu víðernum Evrópu. Þessa þjóðargersemi þarf að vernda til framtíðar.

Points

Miðhálendið er ein dýrmætasta perla landsins. Þar má finna eldfjöll, jökla, vatnsmiklar ár og fossa, litrík háhitasvæði, víðfeðm hraun og svartar sandauðnir sem kallast á við viðkvæmar gróðurvinjar. Saman mynda þessi náttúrufyrirbæri stórbrotnar landslagsheildir á einum stærstu víðernum Evrópu. Þessa þjóðargersemi þarf að vernda til framtíðar.

Miðhálendið er okkar helsta auðlind og okkur ber siðferðislega að vernda það fyrir komandi kynslóðir.

Það er fínt að stofna þjóðgarð á hálendinu. Varast ber þó að tala um ósnortin víðerni. Þau eru ekki til á Íslandi. Helmingurinn af gróðurþekju landsins við landnám er horfinn. Helmingurinn af því sem eftir er telst vera í lélegu ástandi. Ástæðan er eingöngu rányrkja mannsins. Stór svæði hálendisins voru áður gróið land og sums staðar víði- og birkikjarr. Ísland og Grikkland eru verstu dæmi Evrópu um eyðimerkurmyndun. Enn losnar gríðarlegt kolefni úr lífrænum jarðvegsefnum auðnanna.Græðum landið!

Þjóðgarður á Miðhálendinu er mjög nauðsynlegt að stofna - besta verdin gegn ágangi frekari virkjaframkvæmda - nauðsynlegt að stýra og leiðbeina ferðamönnum um svæðið - vera með leiðsögn sem jafnvel sé skilda á viðkvæmustu svæðinum - gæta þess val að salerni séu sem víðast við gönguleiðir - hönnun þeirra falli vel að umhverfinu og verði ekki lýti í náttúrunni - sömuleiðis verða veitingastaðir og önnur afdrep fyrir fólk - að falla vel inn í umhvefið - miðhálendið er ein stór náttúruperla

Ef vernd miðhálendisins á að fela í sér að þar megi ekki efla gróður er ég á móti henni. Ef hún felur í sér að endurheimta skuli gróðurhuluna sem var á stórum hluta hálendisins við landnám styð ég hana. Vernd er líka uppbygging. Eyðimerkur Íslands eru að miklu leyti manngerðar. Enn er beit á hálendinu. Hana þarf að stöðva. Stuðla þarf að því að birkikjarr og birkiskógar breiðist út á ný. Við þurfum að greiða skuldina við landið eftir rányrkju í 1100 ár.

Sérstakt landslag og mögnuð náttúrufegurð einkennir hálendi Íslands. Að ferðast um hálendið er engu líkt, dásamleg upplifun sem auðgar andann. Það að vera þess megnugt að kalla fram þessi hughrif gerir hálendið að þjóðargersemi. Þó ekki væri nema vegna þess ætti að stofna þjóðgarð á hálendi Íslands. Bara það að stöðva sauðfjárbeit á jaðri svæðisins mun efla gróðurinn á náttúrulegan hátt. Stofnum þjóðgarð og stöðvum gróðureyðingu í leiðinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information