Vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis

Vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis

Árið 2010 samþykkti Alþingi einróma þingsályktunartillögu um að Ísland skyldi skapa sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Alþingi þarf að lögfesta þau frumvörp sem unnin hafa verið á grundvelli málsins og fylgja öðrum hliðum þess í höfn. Í þessu felst m.a. að tryggja betur vernd afhjúpenda, fjölmiðla og heimildarmanna þeirra, réttlátari málsmeðferð gagnvart sakborningum í meiðyrðamálum og tækifæri erlendra fjölmiðla og samtaka til skjóls hér á landi.

Points

Hagsmunum almennings af tjáningarfrelsi og málfrelsi, óháðri upplýsingamiðlun og útgáfufrelsi stendur ógn af vaxandi tilburðum alþjóðlegra stórfyrirtækja, hagsmunasamtaka og stjórnvalda víða um heim til þess að stýra upplýsingamiðlun með lögsóknum, lögbanni og meiðyrðamálsóknum sem virða engin landamæri. Tryggja þarf að allar upplýsingar sem varða almannahag komist til skila í hefðbundnum farvegi vestrænnar blaðamennsku.

Alþjóðleg stórfyrirtæki eru ekki eins hættuleg og skoðanir einstakra fréttamanna, sem lita fréttamiðlun þeirra og alla umfjöllun. Lýðveldið, Mál- og tjáningarfrelsið laskaðist verulega á árinu 2016 og í kosningunum 2016. Þeir sem komu verst fram voru á framboðlista Samfylkingar, auk "fréttamanna" á öllum miðlum. Þeir sem ekki geta fjallað um álit (sem þeir eru ósammála) án þess að kalla fólk rasist og nasista, eiga ekki að vera "fréttamenn". Fréttamiðlar eiga alltaf að vera hlutlausir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information