Jöfnun atkvæðavægis

Jöfnun atkvæðavægis

Samkvæmt stjórnarskránni á að vera sem mest jafnvægi á milli atkvæðahlutfalls og hlutfalls þingsæta hjá hverjum flokki. Lögin skilgreina síðan hvað er ásættanlegt misvægi. Í íslenskum lögum er "ásættanlegt" hlutfall skilgreint sem 99,9% munur. Alþjóðlega á þessi munur að vera í mesta lagi 10% og einungis 15% út af öfgatilfellum þar sem um er að ræða afskekta minnihlutahópa.

Points

Úthlutun þingsæta í núverandi lögum getur auðveldlega leitt til þess að flokkar með minnihluta atkvæða fái meiri hluta þingsæta. Það gerðist í kosningunum 2016. Í kosningunum 2013 fengu stjórnarflokkarnir rétt rúmlega 50% atkvæða en samt rúmlega 60% þingsæta. Það á ekki að geta gerst að flokkar með svo tæpan stuðning geti annað hvort fengið meiri hluta þingsæta eða svo mikið fleiri þingsæti en atkvæðahlutfall segir til um. Við verðum að gera betur hérna, lýðræðið er einfaldlega undir.

Eitt sinn var kjósendum á landsbyggðinni sagt að það væru þeirra hagsmunir - að vægi atkvæða væri meira í fámennari kjördæmunum - því miður var þetta og er bala lýðskrum / bull. Það voru fyrst og frems hagsmunir Framsóknarmanna sem þarn réðu för - þingstyrkur þeirra hefur áratugum saman verði meiri en raunverulegt fyldi - ég vil að vægi atkvæða sé jafnt um allt land.

Rökin um að það þurfi nauðsynlega að vera fleiri þingmenn í dreifbýli til þess að það gerist eitthvað heldur ekki vatni. Núverandi ástand er afleiðing núverandi stefnu. Við verðum að geta náð framkvæmdum og úrbótum í gegn fyrir alla landsmenn án þess að það sé nauðsynlegt að bærinn eða sveitin geti náð inn þingmanni. Það leiðir bara til kjördæmapots og rifrildis milli svæða. Verðum betri í faglegri forgangsröðun í staðinn fyrir pólitísks hagsmunapots. Dreifum valdinu til sveitarfélaga á móti.

Undir forystu færeyska Sambandsflokksins sem er gamall bændaflokkur, var lagt til að breyta færeyskri kosningalöggjöf þannig að færeyjar yrðu eitt kjördæmi. Þetta var haustið 2007 og íslendingar eru langt að baki þeim í lýðræði. Þetta sýnir tvennt: Annarsvegar að rótgróinn bændaflokkur geti verið þessu fylgjandi, og hinsvegar að svo lítil þjóð sem færeyingar með mun meiri einangrun og sitthvora mállýskuna á eyjunum óski að endurbæta lýðræði sitt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information