Skjól fyrir alla

Skjól fyrir alla

Á Íslandi er kalt og veðrasamt og það er öllum lífsnauðsynlegt að hafa þak yfir höfuðið. Öruggt húsaskjól eru mannréttindi sem tryggja ber öllum borgurum, hvort sem það er í gegnum eign, leigu eða úrræði á vegum hins opinbera. Styðjum við leigjendasamtök og fjölbreytt úrval, grípum til aðgerða til að bregðast við aukinni eftirspurn eftir húsnæði og stöndum vörð um réttindi bæði eigenda og leigjenda.

Points

Enginn á Íslandi á að þurfa að búa í tjaldi eða bíl. Biðlistar eiga ekki að vera margra mánaða eða ára langir.

Óhagnaðardrifn leigufélög eins og rekin eru á hinum norðurlöndunum - þarf nauðsynlega að koma á fót hér á landi - kvöldið sem ríkissjórnin sprakk - var stofnað félag í Reykjanesbæ með það að markmiði að koma upp húsnæði til

Þetta er færsla af fesinu mínu frá 16. spt. "Íbúðafélag Suðurnesja hsf var stofnað í gær - óhagnaðardrifið leigufélag þar sem félagsmenn geta leigt íbúð til langs tíma óháð efnahag - fyrirmyndin er sótt til Norðurlandanna og hefur verið til staðar þar áratugum saman og gefist mjög vel - heimasiða félagsins verður opnuð fljótlega og þar verða frekari upplýsingar - endilega kynnið ykkur málið og gangið til liðs"

Húsnæðisskorturinn teygir anga sína víða en án efa er verst að vita af börnum á stöðugu flakki, að ná aldrei að festa sig í hverfi og þá hverfisskóla. Rótleysi hefur neikvæðar afleiðingar sem okkur ber skylda að koma í veg fyrir.

Enginn íslenskur ríkisborgari á að vera heimilislaus. Börn hafa rétt til þess að búa hjá og umgangast báða foreldra sína. Engum foreldrum/skyldmönnum eða öðrum ber nokkur lagaleg skylda til að hýsa aðra fullorðna einstaklinga og börn. Allir hafa rétt á heimili.

Fólk sem hefur lent í uppboði á eignum sínum eiga að geta fengið húsaskjól. Í dag þarf að hafa leigutryggingu fyrir leigu á hinum almenna markaði en þeir sem hafa misst heimilið sitt eru á lista og fá hvergi fyrirgreiðslu fyrir leigutryggingu. Þessir aðilar eiga ekki að þurfa að leita á náð og miskunn barna sinna til að fá húsaskjól. Þarna gætu óhagnaðardrifin leigusamvinnufélög komið inní eða önnur leigufélög sem ekki eru hagnaðardrifin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information