Allar aflaheimildir í sjávarútvegi á uppboð

Allar aflaheimildir í sjávarútvegi á uppboð

Íslenska ríkið, fyrir hönd þjóðarinnar, á að bjóða aflaheimildir upp til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð. Skulu öll úrslit uppboða vera opinberar upplýsingar. Með þessum hætti væri jafnræði, nýliðun og sanngjarn arður þjóðarinnar af fiskveiðiauðlind hennar tryggður.

Points

Auðlindaákvæði nýju stjórnarskrár: „Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita og námaréttinda.“

Ég er hlynntur þessar nálgun, en spyr samt: Hvernig eigum að að hindra meiri samþjöppun í sjávarútvegi og tryggja sjávarbyggðum réttláta hlutdeild?

Handfæraveiðar eru vistvænar veiðar og ganga ekki nærri fiskistofnum. Þess vegna ætti að gefa þær frjálsar. Það mundi efla byggðarlög úti á landsbyggðinni.

Það er auðvelt að stýra því hvernig heimildir eru boðnar út. Allt eru þetta mannana verk. Ekki þarf að taka neitt af neinum ef veiðar eru auknar. Það er lykilatriði með því að bjóða út heimildir. Stór sjávarútvegsfyrirtæki eru að bjóða í heimildir í öðrum löndum og þykir ekki tiltökumál. Forðumst hræðsluáróður frá þeim sem eru að bjóða út heimildir alla daga sjálfir. (leiga á kvóta)

Nyting audlinda skal aetid vera vistfraedilega sjalfberandi. Nytingu ber ad avaxta til hamarksardsemi fyrir thjodina, og thar sem vid a, ber ad setja hann a althjoda uppbod til ars i senn. Ardur af nytingu natturuaudlinda verdi eign Natturuaudlindasjods (ad haetti Oliusjods Nordmanna). Oheimilt se ad nota hofudstol sjodsins, einungis vexti sem renni til velferdargeirans; menntamala, heilbrigdismala, tryggingamala, og til lifeyrissjods thjodarinnar (sem verdi einn fyrir alla landsmenn).

Tryggir jafnræði að nýtingarréttinum, svo fremi að EKKI sé greitt fyrir nýtingarréttinn við hamarshögg, það verður að greiða fyrir nýtingarréttinn eftir sölu fisksinns á fiskmarkaði, þannig verður sömuleiðis tryggt að fiskvinnslan í landinu býr við jafnræði og heilbrigða-samkeppni. Ennfremur má ekki bjóða upp aflaheimild/ nýtingarrétt, sem nemur lengri tíma en 1-fiskveiðiári í senn. Þetta er það sem auðlindar-ákvæðið TRYGGIR.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information