Frjálsar handfæraveiðar

Frjálsar handfæraveiðar

Handfæraveiðar verði frjálsar og gerðar aðgengilegar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu. Tilgangurinn er að stuðla að nýliðun og sjálfbærri nýtingu sjávar ásamt kærkominni búbót fyrir gjörvallt landið. Kerfið verði einfaldað og sveigjanleiki aukinn til að auðvelda nýjum aðilum að stofna og reka útgerð. Handfæraveiðar skulu háðar skynsamlegum takmörkunum og fjölda leyfa á einstaklinga, lögaðila og eftir tegundum báta.

Points

Það þekkist hvergi í heiminum nema á Íslandi að menn megi ekki róa á litlum smábátum til að framfleyta sér og sínum. Þetta er okkar eina tækifæri til að stuðla að nýliðun og frumkvöðlastarfsemi í útgerð. Þetta er bara hluti af okkar menningu og svona menningu vilja túristar sjá og upplifa þegar þeir heimsækja Ísland.

Handfæraveiðar eru að deyja út á Íslandi. Við verðum að gera tvennt. Gefa þær frjálsar og bjarga mörgum byggðum út um landið. Leyfa fólki að bjarga sér eins og það hefur gert um árhundruðin. Bátaflotinn er að hverfa og mikil menning,fiskimið og þekking á því sem gerir okkur að fiskveiðiþjóð,og því að geta lifið hér við heimskautsbaug.

Með frjálsum veiðum einstaklinga á handfæri skal stuðlað að nýliðun ásamt kærkominni búbót fyrir gjörvallt landið. Tilgangurinn er að hafa átyllu fyrir nýa aðila til að komast inn í útgerð án þess að þurfa að standa undir útgjöldum við leigu á heimildum. Skal þetta háð skynsamlegum takmörkunum á fjölda leyfa á einstakling, lögaðila og eftir tegundum báta.

Handfæraveiðar eru vistvænar veiðar og ganga ekki nærri fiskistofnum. Þess vegna ætti að gefa þær frjálsar. Það mundi efla byggðarlög úti á landsbyggðinni.

Óumhverfisvænt að gera veiðar í takmarkaðan stofn frjálsar ef frelsið er að veiða eins mikið og menn geta .

Lítil sjávarpláss gætu gengið í endurnýjun lífdaga með frjálsum handfæraveiðum. Handfæraveiðar eru þar að auki einn vistvænasti kosturinn.

Umhverfisvænustu veiðarnar og handfærabátar geta ekki gengið nærri fiskstofnum, bátar upp að 15brt hafa takmarkaða sóknargetu og yfirferð þeirra á hafsvæði er dropi í hafi. Einhver binding leyfa við bæjarfélög og hafnir, mundi dreifa og stýra sókn, og yrði meiriháttar landsbyggðar-aðgerð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information