Almenningur þarf nýja stjórnarskrá

Almenningur þarf nýja stjórnarskrá

Innleiðum málskotsrétt og frumkvæðisrétt þjóðarinnar í stjórnarskrá.

Points

Nýja Stjórnarskráin (tillögur Stjórnlagaráðs) - afnemur einræði ráðherra sem er mikil tímaskekkja svo ekki sé meira sagt - ráðherrar víki af þingi og kalli inn varamenn - atkvæðisréttur jafnaður - persónukjör - auðlindir í þjóðareign sem skapar grundvöll til að leigja afnot af auðlindum - auðlindarenta mun skila fjármunum til að styrkja innviði samfélagsins - skerpir valdsvið forsetans

Styð að málskostréttur og frumkvæðisréttur þjóðar verði færður í stjórnarskrá í fyrsta áfanga endurskoðunar. Mikilvægt er að hafa í huga að frumvarp stjórnlagaráðs hefði EKKI tryggt þjóðinni málskostrétt í þeim tveimur tilvikum sem hann hefur hingað til verið notaður. Kjósendur hefðu því eftir sem áður þurft að fara bónleið til Bessastaða. Þess vegna þarf að fjarlægja þá fyrirvara sem stjórnlagaráð gerðir við málskotsréttinn svo hann verði raunverulega það verkfæri sem honum er ætlað að verða.

Almenningur þarf alvöru verkfæri til að stöðva lög sem sett eru í óþökk þjóðar án þess að þurfa að fara með bænaskrá til Bessastaða eða kasta drasli í þinghúsið. Til að geta haft áhrif á forgangsröðun mála á þingi þarf almenningur að geta lagt fram mál á Alþingi. Málskotsréttur þjóðarinnar veitir aðhald og tryggir bætt vinnubrögð á þingi og frumkvæðisréttur þjóðarinnar færir vald og ábyrgð í hendur fólksins. Hvort tveggja er tryggt í nýju stjórnarskránni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information