Nýja Stjórnarskrá - Virðum vilja þjóðarinnar

Nýja Stjórnarskrá - Virðum vilja þjóðarinnar

Virðum vilja þjóðarinnar og klárum að innleiða nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs. Við þurfum nýjan samfélagssáttmála og stjórnarskrá á mannamáli. Þrískipting valdsins, völd forseta og pólitísk ábyrgð eru illa skilgreind og ótrygg í gömlu stjórnarskránni. Stjórnskipan landsins byggist á túlkunum, hefð og jafnvel hentistefnu stjórnvalda og við þurfum stjórnarskrá sem fólk skilur og tryggir pólitíska ábyrgð. - Deildu ef þú ert sammála.

Points

Fyrir utan rökin að nýja stjórnarskráin gerir allt aðhald með stjórnvöldum miklu sterkara, og auðveldar almenningi að stöðva ákvarðanir sem fara gegn meirihlutaviljanum, þá ætti ekki að þurfa að ræða af hverju nauðsynlegt sé að staðfesta stjórnarskrá sem nýtur svo yfirgnæfandi stuðnings kjósenda, sem líka telja, að yfirgnæfandi meirihluta, að mikilvægt sé að fá nýja stjórnarskrá á næsta kjörtímabili.

Fólki í dag finnst rétt að geta komið meira að ákvörðunum sem varða líf þeirra, eða í það minnsta fengið að vita hvernig þær ákvarðanir voru teknar. Að vanrækja þær væntingar er ávísun á pólitíkan óstöðuleika.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information