Hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra

Hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra

Þingmenn og ráðherrar séu skyldaðir til að upplýsa um eignir sínar, tekjur og skuldi. Sama gildi um maka og börn ef við á.

Points

Kjörnir fulltrúar og aðrir sem taka að sér ábyrgðarstöður í samfélaginu þurfa að sýna fram á að þeir séu trausts verðir. Þess vegna verða þingmenn og ráðherrar að vera fullkomlega opinskáir um fjárhagslega stöðu sína, tekjur, eignir og skuldir. Í hagsmunaskráningu þingmanna og ráðherra þarf því að tryggja að slíkra upplýsinga sé krafist. Sama sé upplýst um maka og nánustu fjölskyldu.

Með því að fara fram á hagsmunaskráningu skapast hvati til að frambjóðendur geri hreint fyrir sínum dyrum fyrirfram, hvort sem þeir eru efnaðir eður ei. Kjósendur vita þá að hverju þeir ganga. Hagsmunaskráning ver sameiginlegar stofnanir, kjörna fulltrúa persónulega, og lýðræðið í heild með því að draga úr líkum á að hneykslismál rýri traust heima og erlendis, sogi til sín pólitíska orku og trufli mikilvægu verkefnin sem þessum stofnunum er ætlað að sinna. Hagsmunasrkáning skapar kjölfestu.

En þegar þeir fara ekki eftir því, þá hvað?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information