Ráðgjafamiðstöð eldri borgara

Ráðgjafamiðstöð eldri borgara

Miðlæg stofnun sem eldri borgarar og aðstandendur þeirra gætu leitað til þegar nýta þarf heilbrigðiskerfið. Fagfólk s.s. hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri heilbrigðisstarfsmenn með þekkingu á kerfinu gætu leiðbeint fólkinu um hvaða úrræði gætu hentað því. Á einum stað væru upplýsingar um heilbrigðisþjónustu og aðstoð við að sækja um það sem hentar hverjum og einum. Kostnaður við ráðgjafamiðstöðina væri hluti af föstum fjárlögum ríkisins og aðgengi væri opið með tímapöntunum.

Points

Heilbrigðiskerfið sinnir ýmis konar þjónustu við eldri borgara og ráðgjafamiðstöðin ætti að auðvelda notendunum að finna viðeigandi úrræði. Margir þekkja úrræðaleysi kerfisins þegar eldri borgarar þurfa á þjónustu að halda og stundum þekkir fólk ekki rétt sinn, hvað er í boði eða hvert það á að snúa sér. Fjölgun eldri borgara þýðir að við verðum að skipuleggja þjónustuna mun betur í samvinnu við notendurna og efla heimahjúkrun.

Ráðgjafarmiðstöð fyrir eldri borgara og aðstandendur þeirra yrði að sinna þörfum allra landsmanna. Það er ekki hægt að reikna með að allir hafi aðgang að tölvu til að leita eftir þjónustu. Einstaklingarnir eru með það persónulegar þarfir að fundur með ráðgjafa í síma eða á staðnum væri til mikilla bóta fyrir eldri borgara.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information