Jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum

Jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum

Málið fjallar um að gera tillögur um útfærslur á því hvernig börn sem búa jafnt og til skiptis hjá báðum foreldrum sínum á tveimur heimilum, geti haft lögheimili sín á báðum stöðum. Koma á í veg fyrir aðstöðumun foreldra sem hafa sameiginlega forsjá en annað þeirra er með barnið skráð hjá sér í lögheimili.

Points

Það er mikilvægt fyrir börn að eiga góð samskipti við báða kynforeldra sína. Jafnan er litið svo á, til að mynda í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, að slík samskipti séu ein af grundvallarréttindum barna. Lagaþróun síðustu áratuga hefur verið á þá leið að jafna stöðu foreldra svo að foreldrar taki jafna ábyrgð á umönnun og velferð barns. Í þónokkrum löndum er gert ráð fyrir möguleika á jöfnu búsetuformi barna á tveimur stöðum og er reynslan almennt góð.

Algjörlega sammála tillögunni og mun styðja hana hvernig sem fer með hana.

Sjálfsagt réttlætismál.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information