Listaháskóli Íslands undir eitt þak

Listaháskóli Íslands undir eitt þak

Það er dýrt og ósanngjarnt gagnvart nemendum að hafa listaháskólann á fimm mismunandi stöðum. Sameinum skólann undir eitt þak eins og hefur verið lofað síðan 1999. Hluti núverandi húsnæðis er með slæmt mygluvandamál sem getur valdið heilsutjóni og því þarf að bregðast við strax. Deilið og lækið ef þið eruð sammála um að þetta eigi ekki að bíða lengur.

Points

Það kostar í kringum 100 milljónir árlega að reka skólann á fimm mismunandi stöðum. Þar er ekki innifalinn flutningskostnaður vegna þess að skólinn hefur einungis tímabundna leigusamninga, né heldur þau tækifæri sem við missum af vegna þess að listnemar kynnast síður í sitt hvoru lagi og því verður minna um samstarf en ella.

Mér finnst þetta ágætis hugmynd og mikilvægt er að lagað sé húsnæði skólans. En, skólinn er einkaskóli sem styrktur er af ríkingu. Væri ekki rétt að fyrst væri skoðað ástand húsnæðis þeirra háskóla sem eru í eigu ríkisins og farið þar í endurbætur, áður en farið er að byggja upp húsnæði einkaskóla.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information