Tvöföldun stofnvega úr Reykjavík og gera þá að hraðbrautum.

Tvöföldun stofnvega úr Reykjavík og gera þá að hraðbrautum.

Það þarf t.d að klára tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnafirði, enda stór hættulegur vegakafli þarna. Það þarf líka að tvöfalda veginn á milli Selfoss og Hveragerði en ekki gera bara einhvern 1+2 veg (í útlöndum held ég að meðalumferð á dag á nýjum hraðbrautum sé yfirleitt svona 10000 bílar á dag, og vegir út úr reykjavík hafa þessa meðalumferð) Svo líka að tvöfalda Vesturlandsveginn, en ekki gera bara 2+1 með 4 hringtorgum í viðbót eins og stendur til að gera.

Points

Að tvöfalda vegina og gera þá að hraðbrautum (þ.e.a.s hraðbraut er tvöfaldur vegur með a.m.k 4 akreinar með öllum vegamótum mislægum, sér hannaður vegur fyrir hraðaakstur þar sem hámarkshraðinn er yfirleitt 110km/klst til 130km/klst). Hraðbraut ber miklu meiri umferð heldur en einhver 2+1 vegur sem á núna að fara að byggja á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Með því að gera hraðbrautir má minnka slysahættu töluvert og hækka hámarkshraða, hafa menn ekkert lært af tvöföldun Reykjanesbrautar?

Hækkun hámarkshraða er nú sérstök umræða, en tvöföldun aðalveganna er auðvitað löngu tímabær

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information