Lengjum fæðingarorlofið

Lengjum fæðingarorlofið

Vinstri græn vilja lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði og hækka greiðsluþakið. Vinna þarf með sveitarfélögum að því að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Points

Lenging fæðingarorlofsins er mikilvægt velferðarmál barnafjölskyldna. Samfélagið tekur ekki þátt í lífi barna frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til leikskólapláss fæst og skilur foreldra eftir í erfiðum og kostnaðarsömum aðstæðum. Við höfum efni á því að bæta kjör og aðstöðu ungbarna og foreldra þeirra og eigum að gera það.

Það þarf að lengja fæðingarorlofið í 12 mánuði og brúa þannig bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Það hefur verið nokkuð góð samstaða um að það þurfi að hækka greiðsluþakið, en það þarf líka að skoða gólfið, þ.e. lægstu greiðslur úr fæðingarorlofssjóði svo námsmenn og tekjulágir foreldrar geti líka notið samvista við börnin sín á fyrstu mánuðunum.

Margar mæður eru með barnið sitt á brjósti lengur en í 3-6 mánuði og eru því ekki tilbúnar að fara aftur á vinnumarkað og barnið til dagforeldris 6 mánaða. Einnig eru mörg sveitafélög sem hafa enga dagforeldra heldur einungis leikskóla við 12 mánaða aldur. Lengja orlofið í 12 mánuði!

http://www.landspitali.is/um-landspitala/frettir-og-vidburdir/frett/2016/01/28/Arleg-BUGl-radstefna-fjallad-um-tengsl-og-tengslamyndun-video/

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information