Verndun náttúru og menningarminja

Verndun náttúru og menningarminja

Tryggja fjármagn til stefnumarkandi áætlun um náttúru vernd

Points

Náttúra landsins er undirstaða vaxtar í ferðaþjónustu og þar með efnahagsvaxtar undanfarinna ára. Björt framtíð leggur þunga áherslu á að stefnumarkandi áætlun stjórnvalda um uppbyggingu, rekstur og viðhald innviða í þágu náttúruverndar og til verndar menningarminjum verði tryggt fjármagn til styrktar áðurnefndri undirstöðu. Flokkurinn leggur einnig áherslu á mikilvægi landvörslu í þessu samhengi og að stefnt verði að því að tryggja stöðu greinarinnar í náttúrvernd á Íslandi.

Hafa verður í huga spurninguna um hvað sé náttúruvernd. Er það eðlileg náttúruvernd að leggja áherslu á að viðhalda rofnum vistkerfum og auðnum landsins? Er ekki eðlilegri náttúruvernd á tímum eyðimerkurmyndunar og loftslagsbreytinga að leggja áherslu á að klæða landið gróðri á ný? Stórauka þarf útbreiðslu birkiskóganna, koma stjórn á beitarmál og rækta nytjaskóga á láglendisauðnum og bújörðum. Öll skógrækt á Íslandi lýtur ströngum skipulagsreglum og vel er gætt að minjum og náttúruverðmætum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information