Svissneska leiðin

Svissneska leiðin

Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að taka út það iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðarkaup . Fjárhæðin ber ekki vexti og er án afborgana, en við sölu íbúðarinnar er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði.

Points

Lýðskrum sem ekki stenst skoðun.

Fasteignaverð hefur hækkað undanfarin ár. Ungt og tekjulægra fólk á erfitt með að safna sér fyrir útborgun og er því fast á leigumarkaði. 80% leigjenda vill kaupa sér íbúð en á í erfiðleikum með að komast inn á markaðinn. Meirihluti leigj­enda er í þeirri stöðu að geta ekki safnað fyrir útborgun. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda fólki að eignast húsnæði.

Þetta er einfalt. Það er ekki hægt að eignast íbúð á sama tíma og greitt er allt að 20% af launum í Lífeyrissjóði og félagsgjöld. Því verður að vera hægt að flytja sparnað á milli íbúðar og sjóðs. Þannig geta allir þeir sem eru á vinnumarkaði eignast íbúð. Seinna á ævinni er framlaginu skilað í Lífeyrissjóðinn þannig að réttindi þín haldist.

MUn hjálpa fólki að safna fyrr fyrir útborgun og þannig spara kostnað af frekari lántöku eða leigu á húsnæði meðan beðið er. Þetta mun líka draga úr hvata til svartrar vinnu og þannig auka réttindi ungs fólks. Snilldar hugmynd.

Þar sem gerð er krafa til þess í þessari hugmynd að þetta verði í raun vaxtalaust lán á 1.veðrétti þá hjálpar þetta ekki fólki að standa straum af útborgun í íbúð. Það er vegna þess að þegar fjármálastofnanir meta veðhæfi þá reikna þær sitt hámarkshltufall (80-85%) og draga síðan frá því öll veð sem eru framar á veðrétti en þeirra lán verður. Þessi innborgun mun því dragast frá öðrum íbúðarlánum og þar af leiðandi ekki hjálpa til við að kljúfa útborgunina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information