Húsaleigubætur fyrir námsmenn sem leigja herbergi í íbúðum

Húsaleigubætur fyrir námsmenn sem leigja herbergi í íbúðum

Björt framtíð hefur lagt fram mál á þingi sem snýst um að námsmenn sem leigja herbergi í íbúðum eigi rétt á húsaleigubótum. Margir námsmenn leigja íbúðir sem þeir deila með öðrum og verður þeim gert kleift að sækja um húsaleigubætur eins og þeir nemendur sem leigja herbergi á heimavist. Þetta er ein af þeim leiðum sem við viljum sjá til að einfalda ungu fólki í námi að geta flutt að heiman.

Points

Húsnæðisvandi námsmanna á framhalds- og háskólastigi er allverulegur og námsgarða skortir mjög. Fjölmargir námsmenn grípa því til þess ráðs að leigja íbúð á hinum almenna leigumarkaði.Oft er íbúðinni deilt með öðrum námsmönnum þannig að hver og einn hefur sitt herbergi en bað og eldhús er sameiginlegt.Meginreglan er að þá sem búa í herbergjum með sameiginlegum aðgangi að eldhúsi og baðherbergi er sú að þeir skulu ekki njóta húsaleigubóta, enda teljist slíkt fyrirkomulag ekki til "íbúðarhúsnæðis"

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information