Virðum fjölbreytta kynvitund

Virðum fjölbreytta kynvitund

Aukum sjálfsákvörðunarrétt einstaklingsins í lögum nr. 57/2012 þannig að ákvörðun um kynleiðréttandi aðgerðir verði í meira mæli á valdi einstaklingsins sjálfs. “Þriðja kynið” verði lögformlega viðurkennt í opinberum skráningum, svo sem í vegabréfum. Núgildandi skylda til nafnbreytingar samhliða leiðréttingu á ytri kynfærum skv. 8. gr. laga nr. 57/2012 verði afnumin.

Points

Það hvort kynvitund manneskju sé ásættanleg er ekki nokkuð sem ríkisvaldið á að taka að sér að ákveða eða setja skilyrði fyrir. Kynvitund er margslungin og þó hún tengist líkamlegu kyni og félagslegu atgervi, er hún á endanum aldrei sannreynanleg utan við manneskjuna sem upplifir hana og hið opinbera á ekki að setja stól fyrir dyrnar þegar kemur að tjáningu fólks á eigin sjálfsvitun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information