Byggjum upp auðlind lífhagkerfisins

Byggjum upp auðlind lífhagkerfisins

Lífhagkerfið er hugtak sem nær yfir það hagkerfi sem tekur við af olíuhagkerfinu. Í því kerfi eru notaðar endurnýjanlegar auðlindir og ein besta endurnýjanlega auðlindin eru skógar. Ef Íslendingar auka ekki skógrækt eignast þeir ekki nægilega mikla auðlind til að fóðra lífhagkerfi framtíðarinnar á hráefinum. Allt sem búið er til úr olíu nú má búa til úr trjám svo sem eldsneyti, fatnað, plast, iðnaðarhráefni, lyfjaefni, dýrafóður og jafnvel mannamat svo eitthvað sé nefnt. Ræktum meiri skóg!

Points

Tækni við timburbyggingar þróast nú hratt í heiminum. Á komandi árum mun timbur taka meira og meira við af stáli og steinsteypu í byggingariðnaði. Timbrið geymir í sér kolefnið sem trén hafa bundið meðan húsið stendur. Geysileg koltvísýringslosun er samfara notkun stáls og steinsteypu. Íslendingar þurfa að eignast timburauðlind svo þeir hafi hráefni til húsbygginga á komandi áratugum. Ekki tekur nema um 25 ár að fá smíðavið úr ösp og 50 ár úr greni. Ætlum við að missa af lestinni í þessum efnum?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information