Vegaskógar

Vegaskógar

Ráðumst í skipulagða skjólskóga með fram vegum landsins. Stórviðri hamla oft för fólks um landið, bílar fjúka af vegum, snjór safnast oft á stutta kafla vega vegna staðbundinna vindstrengja og skyggni er gjarnan slæmt á köflum. Draga mætti úr þessu með skógaskjóli.

Points

Áhugaverð hugmynd ... en ég held að meira skjól á vegum þýði að það safnist einmitt meiri snjór í skafla þar heldur en hitt.

Ísland var skógi vaxið land við landnám. Maðurinn eyddi nær öllum skóginum. Nú þarf að rækta upp á ný og endurheimta skjólið. Skógur bætir veðurfar og hækkar meðalhita staðbundið. Vitað er hvernig snjór hagar sér í grennd við skóglendi. Þá þekkingu má nota til að skipuleggja skógrækt með fram vegum landsins svo að skógarnir fækki þeim tilfellum þegar slæmt er að fara um vegina vegna vinda, snjókomu, skafrennings, lélegs skyggnis o.s.frv. Þetta er ódýr og árangursrík leið og við fáum líka auðlind

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information