Aðild að samningi sem bannar kjarnorkuvopn

Aðild að samningi sem bannar kjarnorkuvopn

Ísland gerist aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um að banna kjarnirkuvopn sem 53 ríki hafa nú þegar undirritað. Vonir standa til þess að samningurinn muni með tímanum komast í hóp mikilsverðustu afvopnunarsamninga þjóða heims, á borð við samninga sem kveða á um bann við efnavopnum, sýklavopnum og jarðsprengjum.

Points

Kjarnorkusprengjum hefur fækkað á undanförnum árum en sprengjurnar hafa stækkað, orðið fullkomnari og sprengimátturinn stóraukist. Flest kjarnorkuveldin verja svimandi háum upphæðum til þróunar nýrra kjarnorkuvopna. Því meiri fjármunum sem varið er í þróun og framleiðslu vopnanna, því meiri þekking skapast sem aftur stuðlar að aukinni útbreiðslu. Mannkynið hefur aldrei smíðað vopn sem það beitir ekki að lokum. Ísland á að taka þátt í að banna slík vopn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information