Kolefnishlutlaust Ísland 2040

Kolefnishlutlaust Ísland 2040

Hverfum frá áformum um olíuvinnslu, skiptum jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, bindum kolefni með mótvægisaðgerðum og strikum frekari áform um mengandi stóriðju út af borðinu.

Points

Ísland á að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Hverfa þarf frá áformum um olíuvinnslu, skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, binda kolefni með mótvægisaðgerðum og strika frekari áform um mengandi stóriðju út af borðinu. Ísland á að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að halda hlýnun jarðar undir 1,5°C. Efla þarf rannsóknir á áhrifum hlýnunar á vistkerfi lands og sjávar með sérstakri áherslu á súrnun sjávar en einnig þarf að huga að viðbrögðum vegna hækkunar sjávarborðs u

Íslendingar settu sér það markmið upp úr 1990 að klæða 5% láglendis skógi á 40 árum. Verkefnið fór vel af stað og fyrir bankahrunið voru gróðursettar um 6 milljónir trjáplantna á ári. Það helmingaðist eftir hrun og hefur ekki aukist síðan . Ef við fjórföldum gróðursetningu nú fara íslensku skógarnir að binda eina milljón tonna koltvísýrings um miðja öldina. Þetta má gera án þess að snerta við verðmætum vistgerðum, fornminjum, öðru ræktarlandi o.s.frv. Samhliða má vinna að útbreiðslu villibirkis.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information