Tengjum Ísland og fjármögnum samgönguáætlun

Tengjum Ísland og fjármögnum samgönguáætlun

Til að atvinnulíf um allt land blómstri og allir njóti tækifæra þarf að uppfæra tengingar. Tengjum Ísland með þriggja fasa rafmagni, betri samgöngum milli landshorna og virkri nettengingu um allt land. Píratar skilja að góð nettenging er grunnstoð fyrir atvinnulíf um allt land. Deildu og lækaðu ef þú ert sammála.

Points

Í atvinnulífi framtíðarinnar sjá Píratar fyrir sér einfalda og ódýra nýskráningu fyrirtækja. Stuðlum að nýsköpun með því að leyfa skuldabréfum í sprotafyrirtækjum að breytast í hlutafé. Þannig eflum við þá sem hugsa út fyrir boxið og finna ný sóknarfæri. Íslenskt hugvit er dýrmæt auðlind.

Píratar vilja tryggja viðunandi almenningssamgöngur til allra þéttbýlisstaða á landinu til að jafna megi aðgengi allra íbúa landsins að grunnþjónustu, t.d. heilbrigðisþjónustu og menntun, óháð búsetu. Með stórbættum samgöngum má stuðla að betri dreifingu ferðamanna sem losar um spennu á suðvesturhorni landsins og eykur hagsæld alls staðar á landinu, auk þess að minnka álag á þeim ferðamannastöðum sem eiga í vök að verjast vegna mikils ágangs.

Bættar samgöngur, fjarskipti og raforkudreifing eru forsenda aukinnar menntunar, nýsköpunar og fjölbreytts atvinnulífs. Ef við gerum stórátak í þessum málum gerum við landsbyggðirnar að alvöru valkosti fyrir unga fólkið. Okkur skortir ungt fólk á landsbyggðunum.

Góðar samgöngur og tengingar eru forsenda fyrir því að nútíma samfélag þróist um allt land.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information