Gæludýravegabréf eru nauðsynleg fyrir dýravelferð

Gæludýravegabréf eru nauðsynleg fyrir dýravelferð

Píratar vilja að tekin séu upp gæludýravegabréf af erlendri fyrirmynd þannig að dýr á borð við hunda og ketti sem koma inn í og úr landinu; sér í lagi blindrahunda og önnur dýr sem ætluð eru til aðstoðar við fatlaða séu heilbrigðisskoðuð fyrir komu eða brottför í stað þess að vera einangruð til langs tíma. Deildu og lækaðu ef þú ert sammála.

Points

Gæludýravegabréf og ströng heilbrigðisskilyrði hafa virkað vel sem vörn gegn smitsjúkdómum í löndum sem svipa til Íslands í lífríki og legu, án aðkomu einangrunar. Með þeim tækniframförum sem orðið hafa í dýralækningavísindum og eftirfylgni, svo sem notkun örflaga (örmerkinga) og blóðsýnagreininga er hætta á smiti vegna innflutnings gæludýra hverfandi.

Einangrun gæludýra er ekki bara á skjön við reglugerðir um dýravelferð, heldur var áhættugreiningin sem lög um innflutning dýra eru byggð á, unnin út frá röngum forsendum. Það var bara metin áhætta út frá fjögurra vikna einangrun og öllum bólusetningum, eða ENGUM varnaraðgerðum. Að hafa engar varnaraðgerðir er náttúrulega fráleitt og hefði aldrei komið til greina. Niðurstöðum áhættugreiningarinnar var augljóslega stýrt við vinnslu og verður hún að teljast óviðunandi.

Líka bara fyrir alla. Ég bý einn og á hund og það staðsetur mig verulega því ég á erfitt með að fara frá í nokkra mánuði ef sú staða kæmi upp.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information