Húsnæðissamvinnufélög non profit

Húsnæðissamvinnufélög non profit

Almennar, non profit eða án hagnaðarkröfu, leiguréttaríbúðir ættu að verða fyrirmynd að nýjum valkostum á húsnæðismarkaðnum. Þar sem við viljum bera okkur saman við frændþjóðirnar á Norðurlöndunum þá eru svona íbúðir með ca, 20% markaðshlutdeild í þeim löndum. Þetta húsnæði mun alltaf vera í leigu. Við höfum nú þegar átt frumkvæði að og unnið með öðrum flokkum að því að stofna slíkt félag á Suðurnesjum og mun það félag stefna að byggingu 60-80 íbúðum á næstu mánuðum.

Points

Ungt fólk getur ekki flutt að heiman, barnafjölskyldur eru margar á hrakhólum og foreldrar flytja inn til barna. Grafalvarleg staða sem getur ekki beðið eftir áliti nefnda eða ráða. Hættum að tala og förum að gera.

Brýn nauðsyn að bæta þessum valkosti við á húsnæðismarkaðinn - er ein af stofnendum félagsins á Suðurnesjum sem stofnað var kvöldið sem ríkisstjórnin sprakk - er viss um að þessum valkosti verður tekið fagnandi - séreignastefnan hentar alls ekki öllum og almenni leigumarkaðurinn er á uppsprengdu verði

Eina vitræna leiðin til að gera ungu fólki og efnaminni kleift að leigja eða eignast húsnæði virðist vera að sveitarfélög geri samninga við ríki og aðila vinnumarkaðarins um uppbyggingu víð íbúðafélög sem ekki eru drifin áfram af hagnaðarmarkmiðum. Í velferðarsamfélagi ætti fólk ekki að þurfa að greiða meira en sem nemur 25% af launum sínum í leigu eða afborganir af húsnæði.

Óhagnaðardrifin leigufélög eru svo sjálfsagt og augljóst hagsmunamál almennings að það ætti ekki einu sinni að þurfa að rökræða þau. Það þarf engar hugsjónir til að sjá tilganginn með lægra húsnæðisverði!

Það er mjör mikilvægt að leigumarkaðurinn sé að miklu leyti borin upp af óhagnaðardrifnum leigufélögum. En þar sem ekki er von á hagnaði í þeim þá munu almennir fjárfestar ekki leggja eigið fé í þá þar með talið lífeyrissjóðir því þeir byggja greiðslugetu sína að miklu leyti á því að geta ávaxtað fé sjóðsfélaga. Þess vegna þurfa ríki og sveitafélög að koma inn með eigin fé í þessi leigufélög eins og hefur verið gert í þeim löndum sem verið er að horfa til í þessu máli.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information