Eflum samkeppnismenningarsjóði

Eflum samkeppnismenningarsjóði

Efla þarf menningartengda samkeppnissjóði, þ.e. launa- og verkefnasjóði og úthlutun á að vera opin og fagleg. Það þarf að gera þessa sjóði þannig að þeir stuðli að nýliðun í greininni en jafnframt að þeir sem eru orðnir sjóaðir í greininni geti haldið áfram að sækja um styrk fyrir verkefni.

Points

Menningin er eitt það dýrmætasta sem íslensk þjóð á og við verðum að gera umhverfið þannig að Íslendingum takist áfram að skapa eins mikið og þeir hafa gert hingað til. Sjálfstæðir listamenn þurfa að eiga greiðan aðgang að samkeppnissjóðum til að stunda sína iðju, með því er ekki verið að segja að þetta verða ótæmandi sjóðir heldur að það sé augljóst hvernig listamenn geti sótt í þá og að þeir keppi á jafningjagrunni um fjármagn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information