Að tryggja þjóðareign í framkvæmd

Að tryggja þjóðareign í framkvæmd

"Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar" segir í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða. En þessa hugmynd þarf að tryggja í framkvæmd ef hún á ekki að vera orðin tóm. Það er best gert með því að úthluta aflaheimildum til takmarkaðs tíma í senn. Tímabundna samninga má endurnýja og taka gjald fyrir, t.d. með uppboðum.

Points

Tímabundnir samningar tryggja í framkvæmd að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir aflaheimildum. Nýtingarétturinn er skýrt afmarkaður. Langtímasamningar búa atvinnugreininni jafnframt nauðsynleg skilyrði fyrirsjáanleika og hagkvæmni. Fyrirkomulag sem þetta stuðlar að þjóðhagslegri hagkvæmni og réttlæti í reynd.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information