Fjármálakerfi fyrir þig

Fjármálakerfi fyrir þig

Við ætlum að klára endurskipulagningu fjármálakerfisins með það að markmiði að auka samkeppni, lækka vexti og bæta kjör fólks og fyrirtækja. Þannig verði loksins hægt að viðhalda eðlilegu vaxtastigi í kerfi sem þjónar almenningi - gerir fólki kleift að eignast heimili hraðar en áður, gerir fyrirtækjum kleift að fjárfesta, skapa ný störf, skapa nýjar hugmyndir.

Points

Við ætlum að nýta forkaupsrétt ríkisins á Arion banka og afhenda öllum Íslendingum hlutabréf í bankanum sem má fyrst selja að þemur árum liðnum. Við ætlum að selja Íslandsbanka til erlends banka með því skilyrði að hann veiti þjónustu á Íslandi í amk. 10 ár og láta Landsbankann leiða fjármálakerfið inn í breyttan fjármálaheim með skýrum samfélagsáherslum almenningi til heilla.

Við ætlum að minnka bankana með því að greiða umfram-eigið fé úr þeim í ríkissjóð og nýta það í verkefni sem gagnast öllum. Endurskipulagning fjármálakerfisins ásamt markvissum aðgerðum í húsnæðismálum er eina raunhæfa leiðin til að taka á grunnorsökum húsnæðisvandans. Slík heildaráætlun munu breyta öllum efnahagslegum forsendum fyrir Íslendinga. Hún tekur nokkur ár í framkvæmd en mun strax byrja að hafa jákvæð áhrif og þrýsta vöxtum niður.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information