Leggjum Sjúkratryggingar Íslands niður

Leggjum Sjúkratryggingar Íslands niður

Alþýðufylkingin vill leggja niður Sjúkratrygginar Íslands og veita peningunum, sem þær borga núna fyrir læknisaðgerðir hvort sem þær eru framkvæmdar á opinberu sjúkrahúsi eða einkarekinni stofu, -- veita þeim peningum beint til opinberra sjúkrahúsa, einkum Landspítalans, til þess að þau/hann geti annað hlutverki sínu betur.

Points

Sama læknisaðgerðin er dýrari þegar hún er framkvæmd á einkarekinni stofu heldur en þegar hún er gerð inni á Landspítalanum. En sami sjóðurinn borgar báðar: Sjúkratryggingar Íslands. Það þýðir að hver aðgerð sem er gerð úti í bæ dregur úr getu Landspítalans til að gera sömu aðgerð á hagkvæmari hátt. Það þýðir að biðlistar á LSH lengjast -- sem skapar eftirspurnina eftir einkaframkvæmdum aðgerðum. Þennan vítahring þarf að rjúfa, og það verður best gert með því að leggja SÍ bara niður.

Í fyrsta lagi er hlutverk Sjúkratrygginga mun víðtækara heldur en að sjá um greiðslur fyrir aðgerðir. Norðurlandaþjóðirnar eru með fínt kerfi en þá er búið að kostnaðargreina allar aðgerðir og svo er greitt samkvæmt því alveg sama hvort um einkarekið eða almennt sjúkrahús er að ræða. Fyrir flóknari þjónustu henta sjúkrahúsin betur en minni einingar fyrir einfaldari aðgerðir. Við erum að keppa við að fá lækna heim erlendis frá sem starfa á sínum eigin stofum. Þeir flytja heim í samskonar umhverfi

Það á ekki að einkavæða kerfið af ótta við að læknar fáist ekki til starfa það er fráleitt. BYggja upp flottar göngudeildir sem ráða ekki lækna í hlutastörf svo þeir geti verið með stofur úti í bæ.líka. Það er siðlaust. En sjúkratryggingar sjá um fleira en að greiða aðgerðir svo sem endurgr. Læknisþjónustu og úthlutun hjálpartækja, styrki ofl. Það þarf að endurskilgreina allt það batterí.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information