Hættum við áform um rafmagnssæstreng til Skotlands

Hættum við áform um rafmagnssæstreng til Skotlands

Þó það sé/væri tæknilega gerlegt að leggja rafmagnssæstreng til Skotlands, eins og Steingrímur J. beitti sér fyrir þegar hann var ráðherra, á samt ekki að gera það. Enda mundi hann bæði þrýsta á hækkun rafmagnsverðs á innanlandsmarkaði og á meiri virkjanir til að borga niður þá 1000 milljarða sem er áætlað að hann mundi kosta.

Points

Ef við beintengjumst við Evrópumarkað við rafmagn munum við fyrr eða síðar þurfa að borga "samkeppnishæft" verð fyrir rafmagnið, þ.e.a.s. svipað verð og á Bretlandseyjum eða meginlandinu. Það þýðir stórhækkun. Landfræðileg einangrun landsins gerir að raforkumarkaðurinn hér er einangraður og það er ekki lítil búbót fyrir efnahaginn hér að hafa ódýrt rafmagn.

Ef rafmagnssölusæstrengur væri lagður til Skotlands mundi hann kosta u.þ.b. 1000 milljarða, giska menn á. Einhvern veginn þarf að borga það. Hver ætli endi með að bera kostnaðinn, aðrir en íslenskir raforkukaupendur?

Til að borga kostnaðinn af sæstrengnum þyrfti vitanelga að selja sem mest rafmagn í gegn um hann. Það þýðir að það yrði meiri ásókn í að virkja jarðhita og fallvötn í landinu. Ef fólki þykir nóg komið af því --- þá ætti fólk að gjalda miklum varhug við sæstrengnum!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information