Ríghöldum í fullveldi landsins!

Ríghöldum í fullveldi landsins!

Ísland á að halda fast í fullveldi landsins eftir því sem það ermögulegt. Við eigum að halda í vald okkar til að gera samninga við erlend ríki. Til að ákveða okkar eigin hagstjórn. Til að nota okkar eigin mynt. Til að setja okkar eigin lög um vinnumarkaðinn. Til að félagsvæða innviði samfélagsins án þess að markaðshyggjugrein evrópsku stjórnarskrárinnar banni okkur það. Höldum í fullveldið og notum það í þágu fólksins í landinu!

Points

Aðal-stefnuatriði Alþýðufylkingarinnar er félagsvæðing, sem snýst ekki bara um að gera opinberan rekstur félagslegan, heldur líka að taka starfsemi sem nú er rekin á markaðsforsendum og gera hana félagslega rekna. Það er ekki það sama og þjóðnýting, þar sem inntakið með félagslegum rekstri er annað: einfaldlega að veita almenningi hagstæða þjónustu af hálfu hins opinbera. Markaðsvæðingin er hornsteinn ESB, þess vegna mundi ESB-aðild hindra félagsvæðinguna.

Við eigum að halda í fullveldið vegna þess að við þurfum að nota það ef við ætlum að byggja upp félagsvædda innviði í landinu!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information