Aðgerðir gegn súrnun jarðar

Aðgerðir gegn súrnun jarðar

Samfylkingin ætlar að gera vöktun og rannsóknir á súrnun að forgangsverkefni sem stjórnvöld beita sér fyrir á alþjóðavettvangi. Miða þarf allar aðgerðir við niðurstöður nýlegra rannsókna á súrnun sjávar og hætta notkun jarðefnaeldsneytis með orkuskiptum í bíla- og skipaflotanum. Binda þarf gróðurhúsalofttegundir í gróðri og jarðvegi með ræktun, vernd og endurheimt votlendis og nýjum leiðum á borð við niðurdælingu og framleiðslu metanóls úr koltvísýringi.

Points

Hröð súrnun sjávar á norðurslóðum verður að öllum líkindum alvarlegasti þáttur loftslagsbreytinga á næstu árum. Aukin súrnun sjávar getur haft ógnvænleg áhrif á lífríki hafsins á norðurslóðum jafnvel strax á næstu árum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir atvinnulíf og lífsskilyrði. Líkja má súrnun sjávar við þá ógn sem láglendum eyríkjum stafar af hækkun yfirborðs sjávar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information