Almenningssamgöngur í öndvegi

Almenningssamgöngur í öndvegi

Samfylkingin vill taka höndum saman við sveitarfélög landsins við uppbyggingu kerfis almenningssamgangna með rútum, hraðlestum, samnýtingu bifreiðakosts, hjólastígum og göngustígum. Hefja þarf samvinnu ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um lestarsamgöngur sem tengjast Keflavíkurflugvelli og fjármagna Borgarlínu.

Points

Með stórauknum almenningssamgöngum í þéttbýli og dreifbýli sparast fé, loftgæði batna, ferðamöguleikum óháð efnahag fjölgar, lýðheilsa batnar og lífsgæði aukast. Nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu er eina raunhæfa leiðin til að mæta fólksfjölgun komandi ára og áratuga, þróun byggðar og ferðaþörfum íbúa sem og gesta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information