Umboðsmaður sjúklinga

Umboðsmaður sjúklinga

Umboðsmaður sjúklinga skal vera upplýsingamiðlari og þjónustuaðili fyrir sjúklinga, ásamt því að vera til aðstoðar og leiðbeiningar varðandi réttindi þeirra og markvisst að gefa út fræðandi og leiðbeinandi efni fyrir sjúklinga og aðstandendur. Umboðsmaður sjúklinga á stuðla að bættum starfsháttum í heilbrigðisþjónustu, þannig að þjónustuþegar upplifi minni streitu, skjótari bata og fái aðstoð frá innlögn inn á sjúkrahús þar til sjúklingurinn hefur fengið bata á ný (eða metinn til örorku).

Points

Núverandi sjúkra- og tryggingakerfi er flókið og er flestum einstaklingum ofviða. Það er óheppilegt að leyfisveitandi læknaþjónustu sé jafnframt eftirlitsaðili. Því skal eftirlit með heilbrigðisþjónustu færast frá Landlæknisembættinu til Umboðsmannsins. Umboðsmaður sjúklinga mun leiða til bæði aukinna lífsgæða og draga úr streitu einstaklingsins ásamt því að vera hagkvæmt fyrir aðrar stofnanir þar sem álag á þær mun minnka.

Auðvelda þarf gegnsæi sjúkra- og tryggingakerfis með því meðal annars að koma á laggirnar Umboðsmanni sjúklinga. Erfitt getur verið fyrir veika einstaklinga að sækja rétt sinn í núverandi kerfum án aðstoðar. Fulltrúar Umboðsmanns sjúklinga eru fagaðilar sem geta gefið einfaldar leiðbeiningar og ráðleggingar til að flýta fyrir réttri sjúkdómsgreiningu og viðeigandi úrræðum sem heilbrigðiskerfið og félagslega kerfið bjóða upp á.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information