Stórsókn gegn ofbeldi

Stórsókn gegn ofbeldi

Samfylkingin ætlar að ráðast í stórsókn gegn ofbeldi. Við höfum ákveðið að setja einn milljarð króna árlega inn í þetta verkefni. Við ætlum að efla löggæslu í landinu en það þýðir að fjölga lögregluþjónum og rannsakendum stórlega. Í öðru lagi ætlum við að fara í markvissa vinnu er varðar forvarnir og fræðslu. Í þriðja lagi verður farið í átak til að samræma móttöku þolenda kynferðis og heimilisofbeldis um allt land.

Points

Ofbeldi er mikið samfélagsmein sem við verðum að taka föstum tökum. Á síðustu árum hefur umræða um ofbeldi gegn konum opnast og ofbeldi sem áður var umborið í skjóli einkalífsins hefur verið dregið fram í dagsljósið. Kynbundið ofbeldi brýtur gegn mannréttindum og grundvallarfrelsi kvenna og er ein af verstu birtingarmyndum kynjamisréttis.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information